Spjallarinn 30. júlí er Thora Karlsdóttir

Áttundi spjallarinn verður myndlistamaðurinn Thora Karlsdottir. Thora mun meðal annars segja okkur stuttlega frá ferðalagi sínu síðan hún flutti frá Grundarfirði 1992 og hvernig hún tengdist Grundarfirði fyrir ári síðan þegar hún stofnaði Artak350 gestavinnustofuna í Grundarfirði.

Fimmtudaginn 30. júlí kl. 21.00 hittumst við fyrir neðan veitingastaðinn Bjargarstein þar sem skúlptúrinn hennar Thoru "Þríhöfði við hafið" hefur nú staðið í ár og glatt okkur þorpara og gesti sem koma frá öllum landshornum og heimshornum. Nú er komið að lokauppgjöri listamannsins við skúlptúrinn.  

Ekki missa af þessum flotta viðburði, njótum saman því lífið er núna!