Alþýðulistamaðurinn Liston verður fyrsti Spjallari sumarsins.
Alþýðulistamaðurinn Liston verður fyrsti Spjallari sumarsins.

Spjallarinn fer af stað í kvöld klukkan 21 til 22. Ætlunin er að þessi viðburður verði fastur liður á hverju fimmtudagskvöldi út sumarið.

Spjallarinn - einnig kallaður þorpari, þar sem hann er héðan úr þorpinu - leiðir þessa vikulegu viðburði. Öllum er velkomið að bregða sér í hlutverk Spjallarans, sem hefur það hlutverk að fá gesti til að taka þátt og njóta samverunnar. Spjallarinn getur einnig verið spjallararnir sem þá leiða viðburðinn saman.  

Viðburðurinn getur verið í formi sögustundar, hann getur verið göngu- eða söguleiðsögn, tónlistarflutningur eða hvað annað sem spjallari kvöldsins vill við hafa. 

Hugsunin á bak við spjallarann er að koma saman, því maður er manns gaman, að þjappa okkur þorpurum saman og bjóða hvert öðru og gestum okkar afslappaða, fræðandi og skemmtilega stemmingu.

Fyrsti spjallarinn er Liston, mæting er hjá honum í kvöld, fimmtudag 11. júní, kl. 21.00 við vinnustofuna að Sólvöllum 6. Workshop and gallery. 

Liston tekur að sér að kynna Spjallara-verkefnið, síðan fer hann í gang sem spjallari sem kynnir sig, listina, lífið og tilveruna svo eitthvað sé nefnt.

Komdu með og taktu þátt í skemmtilegri óvissuferð! 

Spjallara-hópurinn