Spjallarinn fer aftur af stað næstkomandi fimmtudagskvöld 24. júní - komdu með! 

Spjallarinn fer af stað fimmtudagskvöldið 24. júní klukkan 21–22. Ætlunin er að endurtaka síðastliðið sumar, þannig að þessi viðburður verði fastur liður á hverju fimmtudagskvöldi út sumarið. 

Spjallarinn – einnig kallaður þorpari, þar sem hann er héðan úr þorpinu - leiðir þessa vikulegu viðburði. Öllum er velkomið að bregða sér í hlutverk Spjallarans, sem hefur það hlutverk að fá gesti til að taka þátt og njóta samverunnar. Núna eftir Covid þá finnum við hvað samvera er okkur öllum nauðsynleg og má segja að samverustundir séu “súpa fyrir sálina”. Spjallarinn getur einnig verið spjallararnir sem þá leiða viðburðinn saman. 

Viðburðurinn getur verið í formi sögustundar, hann getur verið göngu- eða söguleiðsögn, tónlistarflutningur, gjörningur, kynning eða hvað annað sem spjallari kvöldsins vill við hafa. 

Hugsunin á bak við spjallarann er að koma saman, því maður er manns gaman, að þjappa okkur þorpurum saman og bjóða hvert öðru og gestum okkar afslappaða, fræðandi og skemmtilega stemmingu. 

Fyrsti spjallarinn á þessu herrans ári 2021 er Þórunn Kristinsdóttir. Mæting er á Kaffi 59 klukkan 21.00. 

Þórunn hefur frá ýmsu að segja sem kemur í ljós á fimmtudagskvöldið, þegar við komum saman og hlustum á frásögn þá vakna minningar sem við öll eigum og getur verið gott að deila því lífið er allskonar, fyrst óskrifað blað en svo koma heilu kaflarnir smásaman, lífsbókin stækkar jafnt og þétt. 

Lífið er núna og það vita spjallararnir og þess vegna komum við saman þorparar og gestir og njótum stundarinnar saman. Vertu með! 

 

Við viljum endilega fá fleiri með okkur í þetta skemmtilega verkefni sem er ekki krefjandi heldur er stefnan að hafa gaman og halda spjallaranum gangandi með áhugaverðu efni, svo endilega hafið samband til að koma með að þessum viðburði okkar þorpara.  

Olga Sædís 8687688

Helga Fríða 8918526