Næsti spjallari, sá fjórði þetta árið, er sagnamaðurinn Ingi Hans Jónsson. 

Þorpari segir frá þorpinu sínu.

ATHUGIÐ - BREYTT STAÐSETNING FYRIR MÆTINGU

Ingi ætlar að hitta okkur Í SÖGUMIÐSTÖÐINNI kl. 20:00 og spjalla um tilurð þorpsins og minningar af svæðinu. (Genginn verður stuttur hringur um svæðið. - FER EFTIR VEÐRI)

Það  eiga örugglega eftir að vakna margar minningar þessa kvöldstund með Inga.

Það verður fróðlegt að heyra hvernig og hvers vegna þorpið varð til, minningarnar af svæðinu niður við höfnina eru ótal margar, þannig að spurningar geta vaknað og verður sumum svarað en aðrar eru og verða kannski áfram leyndarmál. Kemur í ljós núna nk. fimmtudagskvöld 15. júlí kl. 20.

Lífið er núna og það vita spjallararnir og þess vegna komum við saman þorparar og gestir og njótum stundarinnar saman.

Vertu með!