Sigurborg Kr Hannesdóttir verður spjallari vikunnar. Hún býður gestum og gangandi með sér til fundar við formæður okkar. Þetta er sjötta spjallkvöldið og verður haldið í samkomuhúsinu í Grundarfirði fimmtudagskvöldið 16 júlí, kl. 21. Kaffi og te verður í boði á staðnum.

Af formæðrum og -feðrum Að þekkja sögur formæðra okkar og -feðra getur auðgað okkar líf í nútímanum. Á þessu spjallarakvöldi fjallar Sigurborg um þetta og segir sögu af formóður, einni eða fleirum. Það tengist verkefninu „Til fundar við formæður“, sem Sigurborg hefur staðið fyrir, ásamt vinkonu sinni, sagnakonunni Sigurbjörgu Karlsdóttur. Þá verður spjallað um töfrastundir sem hafa orðið til þegar verið var að rækta tengsl.

Lífið er núna og það vita spjallararnir og þess vegna komum við saman þorparar og gestir og njótum stundarinnar saman. Vertu með!