Spjallarar ætla að koma saman fimmtudaginn 20. ágúst eftir klukkan 20:00 á áningarstað Skógræktarfélagsins efst á Ölkelduveginum og fara í berjamó á milli brjóstanna. Ekki væri verra að lenda á nokkrum nýsprottnum sveppum. Gætum að tveggja metra reglunni bæði fyrir og eftir. Allir með og þessu má deila vítt og breitt!

Annað, við ætlum að biðja ykkur að birta í commentakerfinu á Facebook uppáhalds bláberja bökuna ykkar, til gamans. Sum okkar eiga enga uppskrift.

Svo má tína eins lengi og hver og einn nennir - en vill einhver minna á hópmyndina á undan eða eftir! 

Vertu með!