Spjallarakvöld númer fjögur!

Helga Fríða Tómasdóttir verður spjallari vikunnar. Hún býður gestum og gangandi á sólpallinn heima hjá sér, að Hamrahlíð 9, fimmtudagskvöldið 2. júlí, kl. 21.

Boðið verður upp á búferlaflutningagrobbsögur og kannski einhverjar Halliwood-sögur fylgi með. Spjallið hefst klukkan 21 og verða veitingar í anda ´70-áratugarins. Gestir mega gjarnan hafa með sér létta stóla.

Lífið er núna og það vita spjallararnir og þess vegna komum við saman þorparar og gestir og njótum stundarinnar saman. Vertu með!