Spjallarinn n.k. Fimmtudag 27.ágúst kl. 20.00-21.00. Verið öll hjartanlega velkomin.

Els Fleer myndlistamaður frá Hollandi er gestalistamaður mánaðarins í Artak350.
Vegna Covid verður afraksturssýning hennar sett upp í Glugga Bókasafnsins/Sagnamiðstöðvarinnar að Grundargötu 35. Listakonan verður á staðnum og býður uppá "Myndlist í gegnum glerið og listamannaspjall".

Els hefur ferðast mikið um Snæfellsnes og Breiðafjörð, náttúran hefur snortið hjarta hennar og orðið henni hugleikið og nýtur sýn sem aðal viðfangsefni í myndlistinni þennan mánuð sem hún hefur dvalið í Grundarfirði.

Við minnum á 2-metra á milli fólks og Spritt fyrir þá sem það vilja.

Hér er partur úr viðtali við Els Fleer sem Yvonne Langenber tók við hana þar sem hún lýsir verkunum:
Í málverkunum endurvek ég hið villta og litríka útbrot sem náttúran sýnir okkur, en einnig fallega veltandi og vinalega litríka. Endurtek, andatak í þögninni, eins og náttúruna blandast málverkinu. Sérstök samsetning ólíkra tækni gerir málverkin lifandi.

Hvort sem gróf penslaförin eru sterk er það líka val á réttum lit.Sem er beitt lúmskt í fágaðar og líflegar línur þar sem vali á viðeigandi lit er blandað, aldrei of mikið, ekki of lítið og hárrétt staðsetingin mikilvæg.

Fallegt abstrakt landslagið í málverkinu er okkar tækifæri til að sjá glæsilega og einstaka náttúruna í gegnum hennar augu.