Spjallari vikunnar verður G. Ágúst Pétursson, sem settist að í Grundarfirði fyrir einu og hálfu ári.

G. Ágúst hefur starfað við frumkvöðlafræðslu og -ráðgjöf til fjölda ára, bæði hér á landi og erlendis. Helstu áherslur hans hafa verið þjálfun í vinnusmiðjum sem kalla mætti hugmyndasmiðjur, enda eru þetta ekki hefðbundin námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, heldur er áhersla á að leita að hugmyndum, leggja mat á þær og þróa áfram. Þetta er því fyrst og fremst skapandi starf í smiðjum, þar sem allir geta tekið þátt og leyft sköpunarkraftinum að blómstra. Leitað er skapandi lausna á vandamálum og leitað tækifæra í umhverfinu.

Eftir hrunið hélt G. Ágúst fjölda vinnusmiðja fyrir íslenska aðflutta atvinnuleitendur á Vesturlandi á vegum Símenntunar Vesturlands og Vinnumálastofnunar.

Á árunum 2016 til 2019 vann hann síðan við ráðgjöf og námskeiðahald fyrir innflytjendur, einkum flóttafólk og hælisleitendur í Köln og Dortmund í Þýskalandi, og reynsla hans frá þeim tíma er megináhersla spjallsins.

Fimmtudagskvöldið 3. september kl. 20:00 hittumst við í Sögumiðstöðinni. Vertu með!