Spjallarakvöld númer fimm. Leshópurinn Köttur út í mýri verða spjallarar vikunnar.

Leshópurinn Köttur út í mýri ætlar að bjóða gestum í óvissuferð að hætti hópsins í húsnæði Bókamarkaðsins að Borgarbraut 2, fimmtudagskvöldið 9. júlí klukkan 21. Léttar veitingar verða í boði og ýmislegt verður skrafað, bæði skipulega og óskipulega. Köttur út í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri!