Mynd: Olga Sædís Aðalsteinsdóttir
Mynd: Olga Sædís Aðalsteinsdóttir

Spjallarinn: Listunnendakvöld

Spjallarinn verður með síðsumars listunnendakvöld í kvöld, fimmtudagskvöldið 4. ágúst frá klukkan 20:00 – 21:00. Hittumst hjá listaverki úkraínsku hjónanna Helen og Mykola, við heilsugæslustöðina – og göngum þaðan á vinnustofu Listons, við Sólvelli 6.

 

Við eigum þó nokkra listamenn hér í Grundarfirði og er ætlunin að kynna hluta þeirra í kvöld - og vonandi fleiri þegar nær dregur vetri.

Vonandi sjáum við sem flesta í kvöld og endilega takið ungu kynslóðina með til að fræðast um lista- og menningarsögu. Síðastliðið fimmtudagskvöld var sögustund í Bæringsstofu þar sem farið var í gegnum gamlar myndir frá upphafi þorpsmyndunar í Grafarnesi, þegar fyrstu húsin voru að rísa. Takk kærlega fyrir mikinn og verðmætan fróðleik Ingi Hans og öll sem komuð og lögðuð lóð ykkar á vogarskálar sögunnar okkar.

Hittumst í kvöld og eigum saman góða stund!

Spjallarahópurinn