Aðalsteinn Valur, Eymar, Tryggvi og Vilhálmur. Mynd: Bæring Cecilsson
Aðalsteinn Valur, Eymar, Tryggvi og Vilhálmur. Mynd: Bæring Cecilsson

Frá Spjallarahópnum:

Spjallarinn er á sínum stað í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. ágúst.  Hist verður kl. 20:00 í Bæringsstofu í Sögmiðstöðinni, Grundargötu 35.

Spjallarinn í kvöld verðum við þorpararnir (fólk sem alið er upp í þorpinu).

Með hjálp myndasafns Bærings í Bæringsstofu hittum við í kvöld margar fjölskyldur,  sem sagt fólkið sem bjó hér á árum áður en einnig bregður fyrir á ljósmyndunum fólki sem býr ennþá hér í Grundarfirði. Á ljósmyndunum eru einnig margir brottfluttir grundfirðingar  sem eiga alltaf rætur hingað til Grundarfjarðar eða Eyrarsveitar, stór partur af fólkinu sem er á ljósmyndunum eru þeir sem farnir eru í Sumarlandið og lifa áfram í minningu okkar.

Verið öll velkomin – og öllum velkomið að segja frá. Þegar við komum saman til að spjalla höfum við sett fram þráð sem síðan verður skemmtilegt verk úr sameiginlegum spuna.

Fyrir tveimur vikum tókum við fyrir þær breytingar sem hafa orðið á umgjörð þorpsins Grafarnes sem í dag er orðið Grundarfjarðarbær. Í myndasafni Bærings koma breytingarnar fram á myndrænan og skemmtilegan hátt, það er virkilega gaman að tengja minnangar við myndirnar.