- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Mynd Olga Sædís Aðalsteinsdóttir
Örfrétt af Spjallaranum
Spjallari síðastliðinnar viku var sagnamaðurinn Ingi Hans Jónsson. Hann var með fróðlegt og skemmtilegt erindi um þegar þorpið varð til og byggðist upp.
Byrjað var í Sögumiðstöðinni þar sem veðrið var okkur ekki hliðhollt, síðan farið niður í pláss á þær slóðir sem uppbyggingin hófst og farið yfir þá sögu. Því næst var haldið aftur upp í Sögumiðstöð, allir rennblautir og kátir eftir hressandi gönguför og skemmtilega fræðslu.
Við þökkum Inga Hans kærlega fyrir, hann verður með erindi miðvikudagskvöld 21. júlí, fimmtudagskvöld 22. júlí og föstudagskvöld 23. júlí í Bæringsstofu (í Sögumiðstöðinni, Grundargötu 35). Við hvetjum alla til að mæta þangað og njóta.
Spjallarinn verður síðan á dagskrá fimmtudagskvöldið 29. júlí og verður sá viðburður auglýstur síðar.