Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga rann út föstudaginn 21. nóvember sl.  Menntamálaráðuneytinu bárust átta umsóknir um stöðuna.

Umsækjendur eru:

Guðbjörg Aðalbergsdóttir, framhaldsskólakennari
Guðrún Alda Harðardóttir, lektor
Hreinn Þorkelsson, framhaldsskólakennari
Ragnar Bjarnason, framhaldsskólakennari
Reynir Kristjánsson, framleiðslustjóri
Sigrún Kr. Magnúsdóttir, kennslustjóri
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, aðstoðarskólastjóri
Steinar Almarsson, sjálfstætt starfandi

Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar 2004, að fenginni tillögu hlutaðeigandi skólanefndar, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 og skv. lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum, en áætlað er að skólinn taki til starfa í ágúst 2004.