Staðfest hefur verið í framhaldi úttektar á stöðu sveitarfélaganna og Þjóðgarðsins á Snæfellsnesi að þessum aðilum verð veitt skilyrt Green Globe vottun.  Gert er ráð fyrir að vottunin verði formlega staðfest innan fárra vikna.  Stefnt er að því að sú staðfesting verði gerð við sérstaka athöfn af því tilefni.

 

Snæfellsnes er fyrsta samfélagið í Evrópu og sennilega þriðja samfélagið í heiminum til að ná þriðja og síðasta þrepi vottunarferlisins. Hin tvö eru á Nýja-Sjálandi og  í Indónesíu.

 

Um nánari upplýsingar er vísað á heimasíðu Framkvæmdaráðs 

Snæfellsness.