Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin  á Akranesi fyrir stuttu. 10 efstu nemendum úr árgangi sem tóku þátt í keppninni er boðið á verðlaunaafhendingu laugardaginn 2. apríl í Fjölbrautaskóla Vesturlands ásamt foreldrum. 6 nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar voru meðal 10 efstu og er það frábær árangur. Fjöldi keppenda tók þátt í keppninni á Vesturlandi allt frá Kjalarnesi að Hólmavík. 

Eftirtaldir nemendur úr Grunnskóla Grundafjarðar voru meðal 10 efstu í sínum árgangi:

8. bekkur - Anna Marý Magnúsdóttir
8. bekkur - Bergur Einar Dagbjartsson

9. bekkur - Emil Róbert Smith

10. bekkur - Daniel Gunnarsson
10. bekkur - Jóhannes Geir Guðmundsson
10. bekkur - Sólveig Ásta Bergvinsdóttir

Við óskum þessum nemendum innilega  til hamingju með árangurinn.