Skjáskot af vefsjá Grundarfjarðarbæjar
Skjáskot af vefsjá Grundarfjarðarbæjar

Starfsfólk Umhverfis- og skipulagssviðs Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps fengu Árna Geirsson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta til þess að leiðbeina þeim um notkun stafræna kortagrunnsins QGIS á námskeiði sem haldið var föstudaginn 15. október í Ráðhúsi Stykkishólms.

Framundan er mjög spennandi vinna við að efla og samræma kortagrunna í sveitarfélögunum, sem bæta mun aðgengi að gögnum fyrir starfsfólk sviðsins og auðvelda margvíslega vinnu. Stafræn gögn eru einnig mikilvægur hlekkur í uppsetningu vefsjár á vefsíðum sveitarfélaganna, en þær eru liður í að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við íbúa og aðra notendur. Á vefsjám fæst beinn aðgangur að ýmsum gögnum, s.s. teikningum að húsum og öðrum mannvirkjum, ýmsum mörkum, lögnum og línum og gildandi skipulagsáætlunum. Slík vefsjá er nú þegar komin upp hjá Grundarfjarðarbæ (https://geo.alta.is/grundarfjordur/vefsja/) og mun í framtíðinni einnig verða til og ná yfir hin þrjú sveitarfélögin.

 

Hér má sjá kort af Snæfellsnesi sem m.a. var búið til á námskeiðinu.