Grundarfjarðarbær auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Aðalbókari hefur umsjón með bókhaldi Grundarfjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Hann annast bókun fylgiskjala, afstemmingar og aðra úrvinnslu úr fjárhagsbókhaldi, sér um reikningagerð, skýrslugerð og greiningarvinnu úr bókhaldi auk þess að annast uppgjör og áætlanagerð í samvinnu við yfirmann og endurskoðendur

Í boði er spennandi starf fyrir einstakling sem vill vinna sjálfstætt og hafa tækifæri til frumkvæðis í vinnubrögðum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Þekking og reynsla á bókhaldi skilyrði

·         Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun á sviði bókhalds æskileg

·         Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu æskileg

·         Góð tölvukunnátta

·         Nákvæmni, skipuleg vinnubrögð og talnagleggni

·         Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

·         Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir samstarfshæfileikar

 

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á sigurlaug@grundarfjordur.is.

 

Ráðið er í starfið frá 15. júní nk. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila í Ráðhús Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, eða í tölvupósti á netfangið sigurlaug@grundarfjordur.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með 14. maí nk.