- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir starf bókavarðar á bókasafn skólans laust til umsóknar. Starf bókavarðar felst í ábyrgð á skólabókasafni og upplýsingaveri skólans og ábyrgð á bókakosti hans. Bókavörður aðstoðar við lestrarnám nemenda og tekur þátt í að stuðla að auknum áhuga nemenda á lestri, auk þess að taka á móti nemendahópum. Jafnframt skipuleggur bókavörður geymslu fyrir námsbækur skólans auk annarra starfa sem honum eru falin af yfirmanni. Um 45% starf er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Menntun sem nýtist í starfi
· Frumkvæði í starfi
· Áhugi á að vinna með börnum
· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
· Góð tölvukunnátta
· Góð íslenskukunnátta
Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, á netfangi sigurdur@gfb.is.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila www.grundarfjordur.is eða á netfangið sigurdur@gfb.is.
Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar um jafnan hlut kynja í störfum. Gerð er krafa um hreint sakarvottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2017.