- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær auglýsir starf byggingar- og skipulagsfulltrúa laust til umsóknar.
Grundarfjarðarbær auglýsir starf byggingar- og skipulagsfulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða mjög spennandi starf í áhugaverðu samfélagi. Miðað er við að viðkomandi vinni einng náið með byggingar– og skipulagsyfirvöldum í Stykkishólmsbæ skv. samkomulagi þar um. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa starfið á traustum grunni. Byggingarfulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Um er að ræða 100% starf og er umsóknarfrestur til og með 24. júlí nk.
Starfssvið byggingarfulltrúa eftirfarandi:
· Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
· Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.
· Undirbúningur- og eftirfylgni funda skipulags- og bygginganefndar.
· Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar, sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála.
· Yfirumsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitarfélaginu.
· Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Menntun og löggilding, samkvæmt ákvæðum 8. og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er nauðsynleg.
· Reynsla af stjórnun æskileg.
· Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
· Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð.
· Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
· Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
· Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
· Góð almenn tölvukunnátta.
Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið thorsteinn@grundarfjordur.is, eigi síðar en 24. júlí nk. Einnig er óskað er eftir að umsækjendur tilgreini a.m.k. tvo umsagnaraðila í umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri Grundarfirði í síma 4308500 eða tölvupósti: thorsteinn@grundarfjordur.is