Leikskólinn Sólvellir  auglýsir eftir starfsmanni við þrif í leikskólanum.  Um er að ræða 75% stöðu, vinnutími 10:15 – 16:15.

Hæfniskröfur:

Reynsla af samskiptum við börn æskileg, færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði í starfi, jákvæðni, sveigjanleiki og áhugasemi, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og góð íslenskukunnátta.

Starfið hentar jafnt konum og körlum.

Ráðning er frá 8. október 2012.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).

Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild leikskólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthildur Guðmundsdóttir í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir á leikskoli@grundarfjordur.is. Umsóknir berist til leikskólastjóra á eyðublöðum sem hægt er að nálgast í leikskólanum eða á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.