Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsmann í Félagsmiðstöðina Eden tímabundið fram á vorið.

Um er að ræða starfsmann er starfar með umsjónarmanni.  Hann tekur þátt í undirbúningi og vinnur eitt kvöld í viku. Að auki fleiri kvöld í samráði við forstöðumann. Þarf að geta hafið störf strax.

Laun samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og SDS.

Umsóknarfrestur er til 26. janúar n.k. og skal umsóknum skilað til Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30.

Nánari upplýsingar veita skrifstofustjóri  í síma 430-8500

                                                                                                              Skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar