Starf skrifstofustjóra á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar er laust til umsóknar.

 

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Skrifstofustjóri hefur m.a. umsjón með skrifstofuhaldi, starfsmannahaldi bæjarins, bókhaldi, gerð fjárhagsáætlana og uppgjörsvinnu. Hann undirbýr fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs og ritar fundargerðir.  Hann hefur mikil samskipti við íbúa og vinnur að stefnumarkandi verkefnum með bæjarstjóra. Skrifstofustjóri er staðgengill bæjarstjóra.

 

Hæfniskröfur:

·  Háskólamenntun sem nýtist í starfinu en góð reynsla af sambærilegu starfi kemur einnig til greina.

·  Góð þekking og færni í bókhaldi, uppgjörsvinnu og tölvuvinnslu.

·  Góð færi í að tjá sig í ræðu og riti.

·  Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.

·  Frumkvæði og hæfileikar til góðra mannlegra samskipta.

 

Starfið er laust frá 1. júlí 2011. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 430 8500. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á netfangið bjorn@grundarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til 30. maí 2011. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Bæjarstjórinn í Grundarfirði