Grundarfjarðarbær auglýsir starf þjónustufulltrúa á skrifstofu bæjarins laust til umsóknar.

 

Þjónustufulltrúi annast öll almenn skrifstofustörf, svo sem móttöku og afgreiðslu erinda, símsvörun, ljósritun, innskráningu reikninga, aðstoð við viðhald á heimasíðu sveitarfélagsins, aðstoð og upplýsingagjöf til íbúa og annarra,   meðferð fundagagna og aðstoð við undirbúning funda.  Vinnutími er á opnunartíma skrifstofunnar, þ.e. mánudaga til fimmtudaga kl. 09.30 - 15.30 og föstudaga kl. 09.30 - 14.00.

Hæfniskröfur:  Leitað er að einstaklingi sem er skipulagður og agaður í störfum og sem hefur mikla hæfileika til góðra mannlegra samskipta.  Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af skrifstofustörfum og hafi almenna menntun sem nýtist í starfinu.  Viðkomandi þarf að búa yfir góðri þekkingu og færni í tölvuvinnslu.  Starfsmaðurinn hefur samstarf við alla starfsmenn og stjórnendur bæjarins og einnig eru mikil samskipti við íbúana.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2007.  Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til skrifstofu Grundarfjarðarbæjar merktar „Starf þjónustufulltrúa“.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.

 

Skrifstofustjóri veitir frekari upplýsingar um starfið í s. 430-8500 eða á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar að Grundargötu 30 í Grundarfirði.

 

Tölvupóst má senda á:  grundarfjordur@grundarfjordur.is    Heimasíða: www.grundarfjordur.is  

 

Skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar.