Ýmsar breytingar hafa nú orðið í félagsmálageira unglinga í 8.-10. bekk! Til að mynda er búið að færa allt félagslíf úr skólanum niður í Eden, þ.e. nemendafélag skólans er orðið nemendaráð Eden og sér að mestu um að setja niður dagskrá vetrarins og hafa yfirumsjón með þeim atburðum sem í boði verða.

Dagskráin er ekki alveg tilbúin hjá nemendaráðinu en verður það fljótlega og þá er hægt að sjá hana inn á heimasíðu skólans undir unglingadeild. Ekki má svo gleyma Tilveru sem mun vera annan hvern miðvikudag með sínar uppákomur í húsnæði Eden.

Í vetur fengu krakkarnir fjárvetingu til að setja á stofn klúbbastarfsemi. Fyrsti klúbburinn sem nú fer af stað er leiklistarklúbbur sem vonandi endar svo með stórsýningu fyrir alla bæjarbúa eftir áramót. Þátttakan er mjög góð, 39 unglingar hafa skráð sig til leiks. Í vetur er svo stefnan að einnig verði starfræktur tölvuklúbbur, sem trúlega byrjar strax upp úr áramótunum. Hlutverk hans er að setja upp heimasíðu Eden sem og að afla frétta og taka myndir, möguleiki er líka á að selja einskonar félagsblað fyrir Eden sem fjáröflun.

Annars verða opnanir Eden í vetur:

Mánudagar: 2000-2200 – opið hús/skipulögð dagskrá  

Miðvikudagar: 2000-2200 – skipulögð dagskrá og Tilvera

Fimmtudagar: 2000-2200 – klúbbastarf/böll fyrir nemendur grunnskólans

Föstudagar í íþróttahúsi: 2030-2200– íþróttaiðkun einhverskonar