- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Laust er til umsóknar fullt starf í Þjónustumiðstöð Grundarfjarðarbæjar. Starfið felst einkum í umsjón fasteigna og annarra mannvirkja bæjarins. Leitað er að áhugasömum aðila með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi.
Helstu verkefni eru alhliða umsjón og eftirlit með fasteignum bæjarins, viðhaldi og útgjöldum vegna þeirra, samskipti við notendur húsnæðis, verktaka, birgja og fleiri. Starfsmaður hefur aðstöðu í áhaldahúsi bæjarins og starfar náið með verkstjóra, forstöðumönnum stofnana og byggingarfulltrúa, sem er næsti yfirmaður.
Hæfniskröfur:
Leitað er að jákvæðum, úrræðagóðum og laghentum einstaklingi sem hefur metnað til að skila góðu verki.
--
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Upplýsingar um störfin veita Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri, í síma 430-8500 eða netfangið skipulag@grundarfjordur.is og Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, í síma 898-6605 eða netfangið bjorg@grundarfjordur.is
Umsækjendur sendi umsókn á netfang sviðsstjóra, skipulag@grundarfjordur.is, þar sem fram komi upplýsingar um umsækjanda, menntun, fyrri störf og annað sem svarar framangreindum hæfniskröfum.
Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2023. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.