- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Starfsmaður í sundlaug
Grundarfjarðarbær auglýsir eftir sundlaugarverði í sundlaug Grundarfjarðar. Vinnutími er 15:50-21:30 virka daga og laugardaga 12:30-17:30. Um tímabundna ráðningu er að ræða, frá 26.08.2020 til 20.05.2021. Gerður er fyrirvari um breytingar á starfstíma, m.a. vegna ráðstafana sem tengjast sóttvörnum.
Hvatt er til þess að fólk af öllum kynjum sæki um.
Hægt er að sækja um hlutastarf eða fullt starf. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og að standast hæfnispróf fyrir sundlaugarverði.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 430 8564 og 861 2576 eða á netfangi steini@gfb.is
Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda, í samræmi við lög.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).
Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 23.08.2020. Sótt er um á eyðblaði (starfsumsókn, almenn) í gegnum vef Grundarfjarðarbæjar.