Grundarfjarðarhöfn, 2021 - Mynd Tómas Freyr Kristjánsson
Grundarfjarðarhöfn, 2021 - Mynd Tómas Freyr Kristjánsson

 

Grundarfjarðarhöfn óskar eftir að ráða starfsmann í afleysingar hið fyrsta.

Leitað er að áhugasömum starfsmanni með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi.

Starfsmaðurinn sinnir hafnarvörslu, vigtun sjávarafla, hafnarvernd, ásamt almennum viðhalds- og þjónustuverkefnum hafnarinnar og öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.

Starfshlutfall er 100%, í samræmi við opnunartíma hafnar og vinnufyrirkomulag. Starfsmaður getur þurft að sinna útköllum utan opnunartíma.

Gert er ráð fyrir að viðkomandi fari á vegum hafnarinnar á námskeið til löggildingar sem vigtarmaður, ef viðkomandi hefur þau réttindi ekki fyrir.

Hæfniskröfur:

  • Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, lipur í samskiptum, stundvís og hafa góða þjónustulund
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Þarf að hafa bílpróf
  • Skipstjórnarmenntun er kostur og viðkomandi þarf að vera kunnugur staðháttum
  • Enskukunnátta æskileg
  • Almenn færni í tölvum og áhugi á að setja sig inní þau forrit sem höfnin notar

Starfsmaður starfar undir verkstjórn hafnarstjóra.

Ráðið er í starfið frá apríl til október.

Hjá Grundarfjarðarhöfn starfa nú tveir starfsmenn. Í undirbúningi er nýtt vaktafyrirkomulag og ráðning í viðbótarstarf á höfninni.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 5. apríl 2022.

Upplýsingar um starfið veitir Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri í síma 864-9225 eða gegnum hofn@grundarfjordur.is

Sótt er um starfið gegnum vef Grundarfjarðarbæjar, sjá slóð hér: Laus störf | grundarfjordur.is

 

Hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar