Sú ósk hefur komið fram á fundi með fræðslu- og menningarmálanefnd að ákveðin stund verði frátekin fyrir samverustund fjölskyldunnar. Þá geti foreldrar komið með börn sín og spjallað saman og lesið upp fyrir þau sögur. Þessi stund verður framvegis á miðvikudögum frá kl. 16:30.

Hvað þá með afa og ömmu og frændfólkið? Því er velkomið að koma líka ...

Í stuttu máli: 

Fjarnemar í heimabyggð eftir kl. 16:30 á þriðjudögum.

Samverustund fjölskyldunnar kl. 16:30-18:00 á miðvikudögum.

Stund stórfjölskyldunnar frá kl. 18:00-20:00 á fimmtudögum.

Krakkar!

Þau álög fylgja sögustólnum sem fenginn var í barnahornið í sumar að upp úr honum fær fullorðið fólk ekki að standa nema hafa lesið eða sagt sögu fyrir nærstödd börn. Krakkar, þið sjáið um að framfylgja þessu :-).