Miðvikudaginn 6. febrúar sl. var haldinn fundur á vegum stefnumótunarverkefnis Grundarfjarðarbæjar.  Til fundarins voru boðaðir allir sem hafa hagsmuni af hvers konar ferðþjónustu og þeir sem áhuga hafa á málefninu.  Björg Ágústsdóttir og Hulda Steingrímsdóttir frá ALTA ráðgjafarþjónustu stýrðu fundinum og leiddu umræður.  Framsögu höfðu Þórdís G. Arthursdóttir frá "All Senses Group" og dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands.  Mjög líflegar umræður spunnust á fundinum um stöðu ferðaþjónustunnar í Grundarfirði og víðar.  Margar athyglisverðar hugmyndir komu fram sem unnið verður úr í framvindu verkefnisins.  Gert er ráð fyrir öðrum fundi fljótlega og jafnvel fleirum þegar líður á verkefnið.  Gert er ráð fyrir að því ljúki í apríl mánuði.