2. ágúst 2007
Meðal þeirra aðila sem fengu styrk frá Menningarráði Vesturlands fyrr á þessu ári var ungur Grundfirðingur, Dögg Mósesdóttir. Hún ætlar að setja upp alþjóðlega kvikmyndahátíð í heimabæ sínum fyrstu helgina í febrúar á næsta ári. Um stuttmyndahátíð verður að ræða þar sem einnig verða sýnd tónlistarmyndbönd, en gerð þeirra blómstrar um þessar mundir. Einnig á að vera með eina kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu var ætlunin að hafa hátíðina um sumar en Dögg færir sterk rök fyrir því af hverju hún skipti um skoðun. Hugmyndir Daggar eru metnaðarfullar.

Rætt er við Dögg í Skessuhorni sem kom út í gær.

Frétt á vef Skessuhorns 2. ágúst 2007.