Stígamót auglýsa að fljótlega hefjist ókeypis þjónusta fyrir brotaþola kynferðisofbeldis á Vesturlandi. Þjónustan verður staðsett í Borgarnesi. Nú eru talsmenn Stígamóta á ferð um landshlutann að kynna starfsemina fyrir fagaðilum og almenningi.

 

Stígamót eru grasrótarsamtök sem aðstoðar fólk sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi. Þar geta brotaþolar fengið stuðning og deilt reynslu sinni. Einnig eru Stígamót baráttusamtök fyrir bættu samfélagi og er mikil áhersla lögð á að fræða almenning um skaðsemi kynferðisofbeldis.

Föstudaginn 20. janúar kl. 20:00 verður opinn fundur fyrir almenning í Samkomuhúsinu í Grundarfirði.

Allir eru hvattir til að mæta