Eitt af verkefnum vetrarins í starfsdeild Grunnskóla Grundarfjarðar var að hanna og smíða friðarljósastjaka úr járni  sem  setja má við leiði og eru  þeir nú til sölu. 

Hægt er að panta stjaka með því að senda tölvupóst á netfangið pgp@grundarfjordur.is en starfsdeildarnemendur verða einnig með stjakana til sölu í Samkaupum föstudaginn 19. mars og kostar stykkið kr. 7.500.  Þeir smíða einnig stjaka sem standa á þremur fótum og hægt að nota hvar sem er.