Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 3. október n.k. í húsnæði grunnskólans. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:15.

Athugið: Bekkjarfulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að mæta kl. 19:30 til að fara yfir ýmis mál sem ræða þarf fyrir aðalfund.


 

Dagskrá fundar

1.Skýrsla stjórnar fyrir skólaárið 2011-2012 um starfsemi félagsins.

2.Lögð fram breytingatillaga á lögum foreldrafélagsins.

3.Ársreikningur

4.Kosning stjórnar. Eydís og Jón Björgvin ganga nú úr stjórn eftir tveggja ára setu.

5.Tillaga að nefndaruppsetningu innan félagsins.

6.Önnur mál

Bestu kveðjur, stjórnin