Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Björg gerði grein fyrir því að margir brottfluttir Grundfirðingar hefðu í gegnum tíðina haft samband og verið fullir velvilja gagnvart byggðinni. Þeir hefðu bæði komið með góðar hugmyndir og uppbyggilega gagnrýni. Fram hefði komið hugmynd um að virkja betur þann velvilja með stofnun Hollvinasamtaka Grundarfjarðar. Björg gerði grein fyrir því að jákvæð þróun hefði verið í Grundarfirði nokkuð mörg undanfarin ár. Atvinnulífið hefði verið öflugt í mörg ár, og fjölgun hefði verið stöðug, þannig að það jafnaðist á við fjölgun á Reykjavíkursvæðinu. Það félag sem hér væri verið að ræða um að stofna, er ekki hugsað sem átthagafélag. Á þeim vettvangi er starfandi félag Snæfellinga- og Hnappdæla..   

Björg skipaði Jóhannes Finn Halldórsson sem fundarstjóra.
 
 

Gísli Karel Halldórsson tók næstur til máls. Gísli þakkaði boðun fundarins og lýsti yfir áhuga sínum við að leggja Hollvinasamtökum Grundarfjarðar lið. Á undanförnum árum hefur Grundfirðingum tekist nokkuð vel að skipa sér á bekk með þeim sveitarfélögum þar sem eftirsóknarvert er að búa og fólk vill
heimsækja.

Fyrirtækin á staðnum hafa gengið nokkuð vel, atvinna hefur verið næg og staðurinn hefur fengið orð á sig fyrir að vera snyrtilegur. Fjölbreytni hefur verið að aukast, bæði fjölbreyttari atvinna en áður var og á menningarsviði. Þjónusta við ferðamenn er orðin umtalsverð sem áður var nánast ekki til. Mjög skemmtilega hefur til tekist með að koma á þeirri hátið sem nú er orðin árviss og kölluð er ,, Á góðri stund í Grundarfirði". 

Til að auka enn veg Grundarfjarðar vildi Gísli nefna nokkra punkta sem þyrfti að vinna að:
 
 

1.Skipulagskort af Eyrarsveit. Láta gera fallegt skipulagskort af allri Eyrarsveit. Færa inn á það        örnefni, skipuleggja gönguleiðir, bæði á láglendi og yfir fjallgarðinn. Skipuleggja reiðstíga.
Merkja inn sögufræga staði, friðlýsingar og fornmynjar. 

2.Merking gönguleiða. Einkum er það mikilvægt á fáförnum stöðum og yfir fjallgarðinn. Gönguleiðir verði merktar með stikum. Við notkun mun verða til samfelld gönguleið sem göngufólk fylgir og minna rask verður utan merktu leiðanna. Við gönguleiðir verði skilti með merkingum á fuglum sem hugsanlega
sjást og plöntum sem væru í grennd við göngustíginn. Þannig verður náttúruskoðun mun skemmtilegri. Jarðfræðin hér í Eyrarsveit er einnig mjög áhugaverð og fjölbreytt. Eftir að Helgi Péturs jarðfræðingur hafði skoðar jarðlög í Búlandshöfða og Stöðinni setti hann fram þá kenningu að jökulskeiðið hefði ekki verið einn samfelldur fimbulkuldi hendur hefðu komið mörg hlýskeið inn á milli. Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur kortlagði jarðfræði í Grundarfirði og setti fram kenningar um Setbergseldstöðvar. Setbergseldstöðvar eru í raun tvær. Setbergsendstöð I er við Setberg, en Setbergseldstöð II er upp af Grundarbotni. Þessar Setbergseldstöðvar voru svonefndar megineldstöðvar. Megineldstöðvar sem eru virkar í dag eru til dæmis Snæfellsjökull, Hekla og Öræfajökull. Útsýnisskífur. 

3.Settar verði upp góðar útsýnisskífur á völdum stöðum við fjörðinn. Hugsanlega er góður staður inn við Fornu Grund, en fleiri staðir koma einnig til greina.

4.Styrkja tengsl við fornbókmenntirnar. Vettvangur Eyrbyggju er meðal annars í Eyrarsveit. Byggðin á Snæfellsnesi hefur sterk tengsl við gömlu sögurnar. Gaman væri að koma brotum af sögunni á framfæri á skiltum nærri þeim stöðum sem sagan gerist. 

5.Saga Grundarfjarðar. Leggja þarf áherslu á að láta ljúka við ritun sögu Grundarfjarðar og gefa hana út. Sagan gerið sveitina áhugaverðari. 

6.Forna Grund. Upphefja þarf á einhvern hátt gömlu minjarnar við Fornu-Grund, og gömlu verslunarsöguna. 

7.Frönsku sjómennirnir. Vel hefur tekist til með að gera sýnilega sögu franskra sjómanna við Grundarfjörð . 

8.Ljósmyndasafn. Gaman væri að koma upp ljósmyndasafni af atburðum tengdum Grundarfirði. Alls ekki á að einskorða safnið við myndir frá Bæring Cecilssyni heldur öllum þeim sem eiga áhugaverðar myndir. Ljósmyndasafnið safnaði saman myndum og legði áherslu á góða skráningu. Hverri mynd     þurfa helst að fylgja upplýsingar um tökustað, ártal og fólk eða atburði sem á myndinni er og hver tók viðkomandi mynd. 

9.Ölkeldan. Gamla ölkeldan ofan við byggðina er sérstakt náttúrufyrirbæri. Skoða þarf möguleika á að gera hana að umhverfislistaverki. 

10.Þjóðsögurnar. Gaman væri að taka saman gamlar þjóðsögur sem tengjast Eyrarsveit. Frægust er væntanlega sagan af óskasteinunum sem fljóta á Klakksvatninu á Jónsmessu. 

11.Melrakkaey. Melrakkaey er náttúruperla. Hún hefur mikið aðdráttarafl fuglaskoðara á varptíma. Leggja þarf rækt við eyjuna og sinna henni á varptímaanum.
 
 

Næst sagði Hermann Jóhannesson nokkur orð og lýsti yfir ánægju sinni með stofnun Hollvinasamtaka Grundarfjarðar. 
 
 

Sigurður Hallgrímsson hóf sitt mál á að kynna sig því ekki væri sjálfgefið að allir á fundinum vissu hver hann væri. Sigurður sagðist fyrst hafa verið kallaður, Siggi í Hálsi", en eftir að móðin sín Guðríður tók við Símstöðinni í Grundarfirði sagðist hann hafa verið kallaður ,,Siggi á Stöðinni". Sigurður sagðist síðar hafa
flutt í Hafnarfjörðinn og var lengi vel kallaður ,,Siggi Grundi". Sigurður þakkaði bréfið þar sem boðað var til þessa fundar. Hann sagðist áður hafa verið þátttakandi í stofnun Hollvinafélags Sjómannaskólans, en þá var skólinn í mikilli varnarbaráttu, en sem betur fer hafðist sú barátta. Í kvöld stæði til að stofna
Hollvinafélag Grundarfjarðar, sem væri skemmtilegra að því leiti að Grundarfjörður væri í sókn og uppbygging öflug.
 
 

Ólafur Hjálmarsson vildi koma því á framfæri að ýmis nöfn vantaði á þann útsendingarlista sem notaður var þegar boðað var til fundarins.

Björg sveitarstjóri gerði grein fyrir því að útsendingarlistinn hefði verið nokkuð snöggsoðinn og ekki mjög vísindalega unninn. Hún vonaði að það tækist að útbúa fyllri útsendingarlista með starfi Hollvinasamtakanna.
 
 

Þessu næst var kaffihlé.

Í spjalli fólks í fundarhléi kom fram áhugi hjá ýmsum á starfi Hollvinasamtakanna. Fanney Gunnarsdóttir, (568 3069), lýsti yfir áhuga sínum með að starfa með Hollvinasamtökunum. Fanney er lærð af ferðamálabraut á Hólum. Hollvinasamtökin eiga eftir að notfæra sér það og leita eftir aðstoð Fanneyjar. 
 
 

Eftir kaffihlé var fundi fram haldið.

Gísli stakk upp á að í tengslum við árlegu hátíðina ,,Á góðri stund í Grundarfirði" verði skipulögð verkefni sem áhugasamir Hollvinafélagar gætu unnið að. Verkefnið gæti verið skemmtilegt til dæmis merking gönguleiða, og að loknu dagsverki væri uppskeruhátið á ballinu í Samkomuhúsinu.

Gunnar Kristjánsson gerði grein fyrir að nokkrar af þeim hugmyndum sem komið hefðu fram á fundinum hefði verið velt upp hjá FAG, Félag Atvinnulífsins í Grundarfirði, ekki hefði tekist að koma þeim enn í framkvæmd. Gunnar vænti þess að það gengi betur í samvinnu við Hollvinasamtökin. 

Björg flutti kveðju frá ýmsum sem höfðu haft samband en komust ekki á fundinn. Hún las síðan upp ljóð sem hún hafði fengið í tölvupósti frá Halldóri Páli Halldórssyni.

                                                  Heima.
 
 

                                        Í lokuðum firði í landsins vestur
                                        leið minna æskuslóða er -
                                        finnst mér án vafa hann fjarða bestur,
                                        fagurt landslag hann hjá sér ber.
 
 

                                        Ég dáungur lærði að dásama fjöllin
                                        dali og klungur og lækjardrag -
                                        seint mun ég gleyma er sjávarföllin
                                        syngja hið ljúfa náttúrulag.
 

                                        Oft er ég augum aftur halla,
                                        frá amstri dagsins tek mér hlé -
                                        gerst heyri fjörðinn Grundar kalla
                                        og gjörvilegt Kirkjufellið sé.
 
 

                                        Auð þann ætíð ætla ég mestan
                                        að alast upp við ástúð og yl
                                        í umgjörð sem þar hjá ykkur fyr vestan -
                                        - oft til æsku ég hverfa vil.

Halldór Páll.
 
 
 
 

Jóhannes gerði grein fyrir því að 42 hefðu skráð sig á listann sem var látinn ganga á fundinum. 

Stjórnarkjör. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Hollvinasamtakanna með lófaklappi:
 
 
 
 
 
 
 

Nafn Sími Netfang
Elinbjörg Kristjánsdóttir  564 1958 elinbjorg@postur.is
Halldóra Karlsdóttir 552 1587 umak@islandia.is
Hermann Jóhannesson 554 2793,557 6711, 898 2793
Gísli Karel Halldórsson 557 4524, 580 8107, 853 3972 gisli@almenna.is
Sigurður Hallgrímsson 565 1366,565 2300 shhh@isholf.is
Ólafur Hjálmarsson 554 1407, 699 6364 olih@vortex.is
Hildur Mósesdóttir 562 4993, 581 4141 hildur@brosbolir.is

 
 

Fundi slitið kl 10:20