Fyrsta verkstigi undirbúnings að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nú lokið.  Á fundi í Ólafsvík þann 20. ágúst sl. voru teknar ákvarðanir um tillögu að framtíðarsýn, kennslufræði og námsskipulagi skólans, einnig uppbyggingu og  skilyrðum sem skólahúsnæðið þarf að uppfylla. Þessar tilllögur eru forsenda frekari ákvörðana innan menntamálaráðuneytis og áframhaldandi undirbúnings,  ásamt því að leggja arkitektum skólabyggingar línurnar, en þeir hafa þegar hafið hönnunarvinnuna.

 

Frekari upplýsingar um undirbúningsvinnu má finna á vef fjölbrautarskólans.