Í desember var gerð tilraun til að halda úti kafla um stofnun desembermánaðar. Það reyndist ekki skynsamlegt í auglýsingaflóði og önnum jólamánaðarins.

 

Tökum þá upp þráðinn þar sem frá var horfið og áhaldahús Grundarfjarðar verður stofnun janúarmánaðar. 

 

Um áramótin síðustu tók Orkuveita Reykjavíkur við rekstri vatnsveitu Grundarfjarðar en vatnsveitan hefur verið stór hluti af vinnu áhaldahússins. Starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur í Stykkishólmi sér nú um vatnsveituna í Grundarfirði en verkstjóri áhaldahússins er honum innan handar til að byrja með.

 

Þjónustusímar Orkuveitu Reykjavíkur eru:

 

Skiptiborð: 516-6000

Þjónustuver: 516-6100

Bilanavakt: 516-6200