Innlit á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar náðu nýjum hæðum í síðasta mánuði. Alls voru innlitin 10.828 en voru liðlega 6.000 í sama mánuði 2004. Nú þegar eru innlit á vefsíðuna fleiri en allt árið í fyrra.

Það er mikilvægt að notendur vefsíðunnar geti treyst þeim upplýsingum sem þar birtast og því er síðan uppfærð daglega.

 

Til að vefsíðan verði sem best er nauðsynlegt að fá ábendingar frá notendum um hvað megi betur fara og svo má einnig láta vita af því sem hefur tekist vel að ykkar mati.

 

Hér að neðan má sjá samantektir yfir innlit á vefsíðuna.

 

Mánaðarleg innlit 2004-2005.

Árleg innlit 2001-2005.