Heilsugæslustöð Grundarfjarðar

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Vaktskylda fylgir báðum þessum störfum og stefnt er að nánu samstarfi heilsugæslustöðvanna með aukna teymisvinnu að leiðarljósi. Leitað er að áhugasömum einstaklingum til að endurskipuleggja og þróa heilsugæsluþjónustu til framtíðar í samræmi við áherslur heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og starfsáætlun HVE.

Hæfniskröfur

Sérfæðimenntun í heimilislækningum er skilyrði ásamt staðgóðri reynslu af stjórnunarlegum verkefnum. Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Góðrar íslenskukunnáttu er krafist. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum, sem ekki teljast uppfylla framangreindar kröfur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Sækja má um starfið á hve.is undir laus störf eða á starfatorg.is. Umsóknareyðublað er að finna á heimsíðu Embættis landlæknis, það þarf að fylla út og hengja við umsóknina. Umsóknum skal fylgja staðfest afrit af starfsleyfum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Þóri Bergmundssyni, framkvæmdastjóra lækninga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar í Snæfellsbæ búa um 1670 manns og í Grundarfirði um 860.  Auk lækna starfa á stöðvunum hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, heilbrigðisgagnafræðingar og móttökuritarar. Á báðum heilsugæslustöðvunum eru sjúkraflutningamenn á bakvakt allan sólarhringinn. 

Svæðið er fjölskylduvænt og áhugavert til útivistar enda margar náttúruperlur innan seilingar og aðeins er um 2,5 klst. akstur frá Reykjavík.

Áhugasamir eru velkomnir í heimsókn til að kynna sér aðstæður. 

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2021.

Nánari upplýsingar veitir

Þórir Bergmundsson – thorir.bergmundsson@hve.is – 4321000

 

Sækja um starf

 

Frétt á vef HVE