Stóri plokkdagurinn verður haldinn um land allt sunnudaginn 30. apríl næstkomandi. Snæfellingar láta ekki sitt eftir liggja og víða hefur ruslatínsla og umhverfishreinsun verið skipulögð í tilefni dagsins.

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og Umhverfisvottun Snælfellsness hvetja íbúa til að plokka og fegra nærumhverfi sitt á Stóra plokkdeginum - eða dagana fyrir og eftir!

Þá er fólk einnig hvatt til að taka myndir af þessu tilefni og merkja með myllumerkinu #plokkasnaefellsnesi 

Á bókasafninu og í Ráðhúsi verður hægt að fá lánaðar plokktangir næstu daga, fyrir þau sem vilja prófa slíkt. 

Gámastöðin tekur við sorpi á opnunartímum sem hér segir. Ruslakar verður staðsett fyrir utan gámastöðina við Ártún og ruslatunna utan við áhaldahúsið, sem er við Nesveg 19. Þar getur fólk losað sig við ruslið sem það tínir.  Einnig má setja vel lokaða/frágengna ruslapoka upp við ruslakörin sem eru á lóð Sögumiðstöðvar. 

Tökum þátt og gerum bæinn okkar enn snyrtilegri!

Plokksvæði í Grundarfirði