Vorið er komið og við erum byrjuð að gera fínt hjá okkur!

Það er tilvalið að nýta góða veðrið og taka þátt í STÓRA PLOKKDEGINUM, hreinsa plast og annað rusl sem safnast hefur á víðavangi eftir veturinn.

Í ár verður skipulögð dagskrá:

  • Klukkan 11:00 hittast allir í Þríhyrning.
  • Fólki er skipt upp í fimm hópa, einn hópur fyrir hvert litahverfi og einn hópur fer uppfyrir bæinn.
  • Allir fá ruslapoka og hanska og búið verður að koma fyrir ruslasöfnunarsvæði í hverju hverfi þar sem hægt er að skila af sér rusli.
  • Plokkað verður í tvo klukkutíma
  • Klukkan 13:00 hittast allir aftur í Þríhyrning þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.

 

Gleðjumst yfir góðu dagsverki og njótum þess að vera saman í hreinna umhverfi og fallegri bæ!