Minnt er á að umsóknarfrestur vegna styrkja úr Menningarráði Vesturlands fyrir árið 2012 rennur út 10. desember nk. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Hægt er að nálgast rafrænar umsóknir á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands.

Ennfremur er minnt á að frestur fyrir lokauppgjör þeirra sem fengu styrk þetta árið er 15. desember nk. Lokaskýrslu er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands.

Ef ekkert verður úr verkefnum síðasta árs gengur sá peningur inn í næstu úthlutun.