Félagsmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa auglýst eftir umsóknum um styrki til atvinnumála kvenna.

 

Árið 2005 er fjárveitingin alls 25 millj. kr. og er tilgangur styrkveitinga einkum:

 

• Vinnumarkaðsaðgerðir til að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna

• Efla atvinnulíf í dreifbýli og auka fjölbreytni í atvinnulífi

• Auðvelda aðgang kvenna að fjármagni

 

Allar konur hvaðanæva af landinu geta sótt um styrk. Sérstök áhersla er á verkefni frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hyggja á samstarf (klasaverkefni) í þeim tilgangi að bæta rekstrarskilyrði. Umsóknafrestur er til 28. mars. Sjá nánar hér!