Í kvöld, fimmtudaginn 7. desember, kl. 20.00 verða haldnir styrktartónleika til styrktar BUGL (Barna og unglingageðdeild) í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.

 

Fram koma:

Jamie’s Star

Stuðbandið

Endless Dark

og fleiri og fleiri...

 

Aðgangseyrir er 500 kr.

Við hvetjum alla til þess að mæta og láta gott af sér leiða.

Þeir sem sjá sér ekki fært um að mæta en vilja styrkja gott málefni er bent á að hægt er að leggja inn á reikning 0321-26-600 kt. 441104-4560,

skýring: styrktartónleikar.

 

Með styrktartónleikunum ætlum við að heiðra minningu Regins Þórs Eðvarðssonar sem lést þann 05. desember 2004.

 

Tómstunda og forvarnafulltrúi Snæfellinga