Í dag afhendir Umhverfissjóður Snæfellsness fjóra styrki úr sjóðnum. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn og átti afhending að fara fram 22. apríl á Degi jarðar, en af óviðráðanlegum ástæðum varð að fresta henni þar til í dag (2. Júlí 2014).  Fjórar styrkumsóknir bárust og ákvað stjórn sjóðsins að veita öllum umsóknaraðilum styrk.

 

Styrkina hljóta:

 

·         Áhugamannafélag um endurhleðslu gömlu fjárréttarinnar við Ólafsvík 400.000 krónur – viðtakandi styrksins er Guðrún Tryggvadóttir sem stýrir verkefninu.

·         Grundarfjarðarbær 175.000 krónur – til gerðar á upplýsingaskilti sem skýrir síldargöngur, síldardauða og lífríki Kolgrafarfjarðar.

·         Leikskólinn Kríuból og Grunnskólinn á Hellissandi 300.000 krónur – til uppbyggingar á sameiginlegri útikennslustofu á Hellissandi – fulltrúi frá Leikskólanum Kríubóli tekur á móti styrknum.

·         Ferðafélag Snæfellsness 75.000 krónur – til gerðar á upplýsingaskilti um göngu- og reiðleiðir á Snæfellsnesi, svo og upplýsingar um bílstæði og upplýsingamiðstöðvar. Stefnt er að mörgum skiltum, en það fyrsta verður sett upp í Grundarfirði – Gunnar Njálsson formaður Ferðafélags Snæfellsbæjar tekur á móti styrknum.

 

Umhverfissjóður Snæfellsness var stofnaður árið 2006, en grunnurinn að honum var Minningarsjóður um Guðlaug heitinn Bergmann, sem aðstandendur hans gáfu sem stofnfé fyrir sjóðinn. Í stjórn sjóðsins eru Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ, Guðrún Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri og Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Umís.