Nú eru einungis 18 dagar þar til Grundfirðingar halda bæjarhátíð sína „Á góðri stund“. Hátíðarstjóri er Jónas Víðir Guðmundsson sem er önnum kafinn við undirbúning. Hægt er að hafa samband við Jónas í síma 849 3243  eða í tölvupósti: jonas@grundarfjordur.is

 

Gula, rauða, græna og bláa hverfið eru einnig komin af stað í skipulagninu hverfahátíða.

Hverfisstjórar eru:

Gula: Unnur Birna Þórhallsdóttir

Rauða: Aðalheiður Birgisdóttir

Græna: Olga Einarsdóttir

Bláa: Arna Mjöll Karlsdóttir

 

Hverfisstjórum er velkomið að auglýsa næstu fundi og annað, á vefsíðu hátíðarinnar á bæjarvefnum sem og í Vikublaðinu Þey.