Opið hús í Leikskólanum Sólvöllum

Á sumardaginn fyrsta er opið hús í leikskólanum frá kl. 13 – 15. Þar verða verk nemenda til sýnis og sölu og er ágóðanum varið í hjóla- og leikfangasjóð. Foreldrafélagið verður með kaffisölu og leikskólabörn syngja nokkur lög kl. 13.30.

Opinn fundur um forvarnarmál í Samkomuhúsi Grundarfjarðar

Opinn fundur fyrir foreldra/forráðamenn og annað áhugafólk um málefni barna og ungmenna í Grundarfirði verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar sumardaginn fyrsta kl. 17.00.

Fulltrúar frá UMFG, lögreglunni, KFUM-K, Unglingadeildinni Pjakki, Eden, Tilveru og fleiri munu kynna sitt starf sem lýtur að málefnum barna og ungmenna. Einnig verður nýtt forvarnarverkefni lögreglunnar kynnt.

Fundurinn er opinn öllum 18 ára og eldri.