Dagskrá 25. apríl í tilefni af Umhverfisdeginum.

 

Svo framarlega sem jörð verður auð og veður skaplegt á Umhverfisdaginn, býður Skógræktarfélag Eyrarsveitar fólki að koma í aðkomusvæðið við Ölkelduveg frá kl. 13 til 16. Grenitré, hæð frá 50 til 120 cm með rót verða til sölu. Verð frá 500 kr stk. Afsláttur ef keypt eru mörg. Einnig er hægt að leggja fram pöntun á trjám. Sýning verður á grisjun í Bergfurulundinum. Formaður sýnir tæknina með keðjusöginni ( eyðilegginguna ) og hægt er að kaupa arinvið sem fellur til við verkið, þá eða seinna. Skógræktin skoðuð og fylgst er með hvernig trjátegundir spjara sig í náttúrunni.

 

Verið vekomin.

 

Skógræktarfélagið