- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Föstudaginn 8. júlí, síðasta dag fyrir sumarfrí var hin árlega sumarhátíð haldin í Leikskólanum Sólvöllum. Nemendur leikskólans útbjuggu hatta og blóm til að skreyta með á sumarhátíðinni. Að venju var farið í skrúðgöngu í Esso sjoppuna þar sem allir fengju gefins ís. Pylsur voru grillaðar í hádeginu, en í ár var í fyrsta skipti frá því að byrjað var með þessa hátið að veður var vont þannig að pylsuveislan var inni á Drekadeildinni. Leikskólinn opnar aftur eftir sumarfrí miðvikudaginn 17. ágúst.