Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar hefjast fimmtudaginn 4. júní nk.

Námskeiðin eru í boði fyrir börn fædd 2008-2014. Námskeiðin verða í tvær og hálfa viku í júní (4. -19. júní) og tvær vikur í ágúst (4. – 14. ágúst).

Verð á námskeiðum er eftirfarandi:
Ein vika fyrir hádegi kl. 9-12, kr. 6.000, ein vika eftir hádegi kl. 13-16, kr. 6000 og ein vika allan daginn kr. 10.000.
Verð fyrir fyrstu vikuna (4.-5. júní) er 3.000 kr. fyrir hádegi, 3.000 kr. eftir hádegi og 5.000 kr. fyrir allan daginn.

Systkinaafsláttur er veittur á annað barn sem nemur 30% af verði og á þriðja barn 70%.

Sótt er um í gegnum vef Grundarfjarðarbæjar fyrir 2. júní 2020 (sjá hlekk hér fyrir neðan).

Umjón með sumarnámskeiðunum hefur Marta Magnúsdóttir, netfang: sumarnamskeid@grundarfjordur.is

VIÐBÓT við auglýsinguna; 18. júní 2020: 

- Það er í boði að nýta bara aðra vikuna af tveimur, í ágúst nk., ef það hentar foreldrum. Sendið póst um það , í gegnum skráningareyðublaðið hér fyrir neðan, og tilgreinið þær óskir:

Sækja um